Skellið ykkur í Djúpið og upplifið stórbrotna náttúru Vestfjarða í góðum hópi!

Miðað er við að fólk mæti að Laugarholti í Skjaldfannadal á föstudagskvöldi þar sem gist er í skála. Heimferð á sunnudagskvöldi.
Hægt er að skella sér í heita pottinn að loknum góðum degi á fjöllum.
Oftast er hægt að byrja sleðaferðirnar af hlaðinu á Laugarholti og halda þaðan til fjalla.

Loading…